Útvarp Akureyri FM 98,7

Útvarp allra Akureyringa

Útvarp Akureyri FM 98,7 fór í loftið á fullveldisdaginn þann 1. desember 2017 og hefur á skömmum tíma unnið sér þann sess að vera að sönnu útvarpsstöð allra Akureyringa.

Stöðin er svæðisbundin og sendir út á Akureyri allan sólarhringinn allan ársins hring.  Útvarp Akureyri einsetur sér að fjalla um allt sem skiptir máli á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum.  Norðanmenn stilla því alltaf á Útvarp Akureyri FM 98,7 til að heyra af þeim málefnum sem snerta þá sjálfa og efst eru á baugi hverju sinni.

Frá því stöðin fór í loftið hefur dagskrá stöðvarinnar verið efld jafnt og þétt og stöðin tekið þátt í og sett upp ýmsa viðburði eins og til dæmis beinar útsendingar frá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi, uppsetningu risaskjás í Listagilinu þegar HM var og svo var stöðin aðalfjölmiðill Einnar með öllu fjölskylduhátíðar um verslunarmannahelgina.
Ýmsir sérþættir eru á dagskrá og alla virka daga er stöðug dagskrá, allan daginn sem hefst með morgunútvarpi kl. 07.00.

Útvarp Akureyri FM 98,7 hefur þegar tengst vel inn í samfélagið – enda útvarpsstöð allra Akureyringa.  Þannig heyrir þú af öllu því sem er efst á baugi í menningu, mannlífi og viðskiptum á þessari frábæru útvarpsstöð.

Okkur er ekkert heilagt þegar kemur að nágrenni okkar.  Við fjöllum um þung og erfið málefni og auðvitað líka þau léttu og skemmtilegu.

Útvarp Akureyri FM 98,7 er rekin með tekjum á auglýsingum, viðburðum o.s.frv.

Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði ítarlega könnun á hlustun stöðvarinnar vorið 2018.  Í ljós kom að um þriðjungur íbúa á öllum aldri á hlustunarsvæði stöðvarinnar hlustar að jafnaði á Útvarp Akureyri FM 98,7.

Tónlist stöðvarinnar er sambland af íslenskri og erlendri tónlist allt frá sjöunda og áttunda áratugnum til dagsins í dag.  Fyrst og fremst spilum við tónlist með frægustu tónlistarmönnunum og vinsælustu og bestu lögin.

Engu að síður leyfum við okkur að spila eitt og annað með og hefur það hlotið góðar viðtökur – að heyra um svæðisbundna stöð sem þorir að spila allskonar tónlist og koma hlustendum sínum stundum skemmtilega á óvart !

Útvarp Akureyri FM 98,7 er staðsett að Gránufélagsgötu 4 á Akureyri.
Sendir stöðvarinnar er staðsettur á besta stað í Vaðlaheiði.

Útvarpsstjóri er Axel Axelsson – axel@utvarpakureyri.is

Takk fyrir að hlusta !

Pin It on Pinterest

Share This